Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi vegna veðurspár fyrir landið.
Veðurfræðingar gera ráð fyrir að veðrið taki að versna eftir hádegi og kl. 17.00 verði ekkert ferðaveður.
Það eru tilmæli frá lögreglu og bæjaryfirvöldum að skólastarfi verði lokið kl. fjögur og allir verði farnir úr húsi og heim um það leytið. Allt skipulagt starf á vegum skólans eftir þann tíma er fellt niður vegna slæmrar veðurspár.
Veðurspá er einnig sem stendur slæm fyrir þriðjudagsmorgun og eru foreldrar beðnir um að fylgjast með veðurfréttum og tryggja öryggi barna sinna. Grundaskóli verður opinn og skólastarf samkvæmt áætlun.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is