Líkt og í fyrra er boðið upp á ávexti í nestistíma í Grundaskóla. Í ár stendur öllum nemendum í 1. - 6. bekk kostur á að skrá sig í ávaxtastund og fer skráning fram í gegnum Matartorg. Til að tryggja gæði og ferskleika berst skólanum nýir ávextir á morgnana og stelpurnar í eldhúsinu skera þá í bita og setja í box fyrir hvern bekk. Þessi þjónusta nýtur mikilla vinsælda hjá nemendum og foreldrum og er stefnan að bjóða upp á ávexti í öllum bekkjum skólans í framtíðinni.
Ávaxtastund er hluti að heilsueflingaráætlun Grundaskóla og er virkilega ánægjulegt hveru vel þessari þjónustu er tekið í skólasamfélaginu.
Meðfylgjandi er mynd af þeim Röggu, Gunnu Laufey og Sossu en þær voru að skera ávextina niður í morgun.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is