Bæjarstjórn unga fólksins

Í dag fór fram árlegur bæjarstjórnarfundur unga fólksins en á þessum fundi gefst unglingum á grunn- og framhaldsskólaaldri tækifæri til þess að koma ábendingum á framfæri við bæjarstjórn og bæjarstarfsmenn. Að vanda komu margar góðar tillögur fram sem gaman er að skoða frekar í framhaldinu. Flott frammistaða hjá unga fólkinu okkar.