Baráttudagur gegn einelti


Í dag, 8. nóvember, var baráttudagur gegn einelti. Að því tilefni unnu vinaárgangar skólans saman að ýmsum verkefnum tengdum vináttu, samskiptum og hópefli. Markmið verkefnisns er að nemendur á ólíkum aldri kynnist og að efla samkennd og virðingu á meðal nemenda. Í lok vinnunnar fóru allir nemendur og starfsfólk á sal skólans og tóku þátt í samsöng.