Barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar verður haldin hátíðleg dagana 23. - 31. maí 2024. Þema hátíðarinnar er SKRÍMSLI.
Við hlökkum til að segja ykkur nánar frá hátíðinni og þeirri skemmtilegu vinnu sem þegar er hafin! Hvetjum ykkur til að taka dagana frá og melda ykkur á fb viðburðinum:
https://fb.me/e/1tnDYgqwZ til að fylgjast með.
Yfir hátíðina verða í boði forvitnilegar smiðjur, skemmtun og samverustundir fyrir börn á öllum aldri og fjölskyldur þeirra (Sjá fulla dagskrá hér fyrir neðan, en vakin er athygli á því að hún getur tekið breytingum).
Lokahóf Barnamenningarhátíðarinnar verður þann 4. júní þegar við fáum glæsilega heimsókn frá risavöxnu íslensku götuleikhúsi á smábátahöfninni við Faxabraut kl 17:15! Þess má geta að 10 ungmenni úr bæjarfélaginu taka þátt í sýningunni: Sjá nánar hér: (
https://www.listahatid.is/vidburdir/saeskrimsli
Hátíðin er styrkt af Barnamenningarsjóði og SSV.