Barnaþing 2024

Dagana 5.-7. nóvember fór fram barnaþing í Þorpinu á Akranesi.

Þátttakendur voru 12 fulltrúar frá 5.-10. bekk úr hvorum skóla, Grundaskóla og Brekkubæjarskóla. Aðilar í ungmennaráði sáu um að stýra umræðum í litlum hópum.

Ungmennaráð mun nýta hugmyndir frá þeim til að fara með á bæjarstjórnarfund ungafólksins í vetur, enda er Akraneskaupstaður barnvænt samfélag.

Nemendur stóðu sig með sóma og voru skólunum til fyrirmyndar.