Boðið upp á samtal - Boðið upp á sköpun

Boðið upp á samtal – Boðið upp á sköpun
Tónlistarskólinn á Akranesi
Miðvikudaginn 27. apríl verður opnuð samsýning  fjögurra nemenda og eins kennara úr Grundaskóla.  Þátttakendur eru Logi Breiðfjörð Franklínsson, Gróa Dagmar Gunnarsdóttir, Ronja Rut Hjartardóttir, Sjöfn Sólveig Sigurbjörnsdóttir og Borghildur Jósúadóttir.
Við höfum öll verið þátttakendur í verkefnum styrktum af Uppbyggingarsjóði Vesturlands og myndirnar eru frá síðustu sýningunni okkar „Þar sem maður hittir mann“ frá Vökudögum í haust.
 
Opnunin verður miðvikudaginn 27. maí kl. 17:00 til 19:00
Sýningin verður opin út maí á opnunartíma Tónlistarskólans.