Í dag fór fram grunnskólakeppni í boðsundi og tók Grundaskóli að sjálfsögðu þátt.
Mótið fór fram í Ásvallarlaug í Hafnarfirði og var þátttakan mjög góð. Grundaskóli var með 1 lið frá miðstigi og 1 af unglingastigi. Hvort lið samanstendur af 4 stelpum og 4 strákum.
Af miðstiginu voru það Logi og Amíra úr 7.bekk, Bjarni, Matheuz, Tómas, Helga, Gunnþórunn og Karen úr 6.bekk sem syntu og stóðu sig mjög vel. Þau komust í undanúrslit en duttu naumlega þar út.
Af unglingastiginu voru það Oliver, Anna Þóra, Ásgerður og Enrique úr 10. bekk, Helgi úr 9.bekk og Dagbjört, Aníta og Bergur úr 8.bekk. Þeim gekk einnig mjög vel og munaði litlu að þau kæmust í undanúrslit.
Þetta er bráðfjörugt og skemmtilegt mót og voru nemendur Grundaskóla sér og skólanum sínum til mikils sóma. Vel gert krakkar.
Áfram Grundaskóli!
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is