Bókagjöf

 
Við reynum að fylgjast með gömlum nemendum okkar eins og við getum en þeir starfa nú og nema um allan heim. Nokkrir gamlir nemendur hafa gefið út bækur og fræðsluefni. Einn þeirra, Kristján Már Gunnarsson en hann gaf út fyrir skömmu sína fyrstu skáldsögu og nefnist hún "Flóttinn til skýjanna." Guðmundur Sveinn Gunnarsson bróðir höfundarins er nemandi við skólann og kom hann færandi hendi á bókasafnið okkar í morgun og færði skólanum verkið að gjöf.
Við þökkum höfundi fyrir bókagjöfina og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.