Bókakynningar og upplestur á bókasafni Grundaskóla í dag

Í tilefni að bókasafnsdeginum og degi læsis er öllum nemendum Grundaskóla boðið á sérstakar bókakynningar í dag. Boðið er upp á upplestur og bókakynningar á bókasafni Grundaskóla og bæjarbókasafninu.
Fyrstu bekkingar fara í heimsókn á Bókasafn Akraness og aðrir bekkir á yngsta stigi halda upp á daginn með margvíslegum hætti með umsjónarkennurum sínum.
Nemendum á miðstigi er boðið á bókakynningu og upplestur úr bókinni Mórún; Í skugga skrattakolls.  Um tvær tímasetningar er að velja. Fyrri kynningin verður kl. 10.30 og seinni kl. 11.30
Nemendum á unglingastigi er einnig boðið á bókakynningu og upplestur úr verkinu Skrifað í sandinn eftir Marjun Syderbø Kjelnæs. Þar er einnig um tvær tímasetningar að velja. Fyrri kynningin verður kl. 12.40 og seinni kl. 13.10.
Allir eru velkomnir í heimsókn og taka þátt í dagskrá dagsins.