Eins og margir aðrir þá fögnuðu nemendur og starfsmenn Grundaskóla „bóndadeginum“ s.l. föstudag. Við látum ekki skemmtilega daga framhjá okkur fara þegar mesta skammdegið gengur yfir. Sumir bekkir fjölluðu um daginn og þorrann. Aðrir tóku fyrir söngva og sögur því tengdu og einhverjir hafa verið að kynna sér þorramatinn.
Eldri bændur í okkar starfsliði heiðruðu daginn með kaffi og góðu spjalli.