Börn hjálpa börnum

Nemendur okkar í 5. bekk stóðu sig mjög vel í árlegu söfnunarátaki ABC barnahjálpar, Börn hjálpa börnum og söfnuðu 363.187 krónum. Í ár mun söfnunarfénu vera ráðstafað til að styrkja innviði skólastarfs ABC í Afríku og Asíu. Virkilega vel gert hjá nemendum okkar sem létu gott af sér leiða með þátttöku í þessu verkefni.