Börnin sungu fyrir heimilisfólkið á Höfða

Nemendur í fyrsta bekk fóru á miðvikudaginn 22. apríl sl. í gönguferð upp að Dvalarheimilinu Höfða og sungu fyrir heimilisfólkið.

Sungið var á þremur stöðum í kringum húsnæðið við mikla kátínu hjá áhorfendum. Þegar börnin luku söngnum fengu þau óvæntan glaðning þegar starfsfólkið í eldhúsinu færðu þeim ís.