Brúum bilið

Í vetur hefur verið samstarf milli leik-og grunnskóla sem kallast Brúum bilið. Það felur í sér að verðandi 1.bekkjar nemendur hafa komið og kynnst skólastarfinu þrjá daga í senn að hausti og vori. Jafnframt hafa 1.bekkjar nemendur fengið tækifæri þessa daga til að heimsækja sína gömlu leikskóla. Markmiðið með samstarfinu er að tengja skólastigin saman svo að skólabyrjun nemenda verði sem farsælust.
Í dag var síðan haldin lokahátíð vetrarins ,, Húllum hæ'' í Akraneshöll þar sem allur nemendahópurinn kom saman, fór í leiki og skemmti sér.