Á miðvikudaginn síðastliðinn, 8. nóvember, var dagur gegn einelti. Markmiðið með deginum er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. Nemendur og starfsfólk Grundaskóla dönsuðu saman í íþróttahúsinu fyrir hádegi og það vakti mikla lukku.
Eftir hádegi fórum við í skrúðgöngu niður að stjórnsýsluhúsi, hittum þar nemendur og starfsfólk Brekkubæjarskóla og trommuðum saman í sjö mínútur (ein mínúta fyrir hvern dag sem við viljum hafa eineltislausan í hverri viku).
Góður dagur þar sem nemendur okkar voru til fyrirmyndar.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is