Dagur gegn einelti 8. nóvember 2024

Föstudaginn 8. nóvember var dagur gegn einelti. Markmið dagsins er að hvetja til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, efla jákvæð samskipti og stuðla að vináttu.

Í tilefni dagsins söfnuðust allir nemendur Grundaskóla og Brekkubæjarskóla saman á Stillholtinu og trommuðu í sjö mínútur – eina mínútu fyrir hvern vikudag sem við viljum vera laus við einelti. Trommusveit frá tónlistarskólanum stýrði trommuslættinum með miklum sóma