Dagur gegn einelti í Grundaskóla

Þann 8. nóvember var dagur gegn einelti í Grundaskóla. Árgangar skólans unnu saman tveir og tveir og blönduðust saman eldri og yngri nemendur. Þeir unnu saman að ýmsum verkefnum þar sem markmiðið var að vekja athygli á að einelti á hvergi að tíðkast. Í lok verkefnisins söfnuðust allir nemendur saman á sal skólans og sungu nokkur skemmtileg lög.