Sextándi dagur septembermánaðar er tileinkaður íslenskri náttúru. Það á vel við að tileinka slíku ómetanlegu og einstöku fyrirbæri sérstakan dag. Haldið hefur upp á daginn frá árinu 2010 en ákveðið var að tileinka íslenskri náttúru sérstakan heiðursdag til að undirstrika mikilvægi hennar. Dagsetningin sem varð fyrir valinu er fæðingardagur Ómars Ragnarsson, frétta- og þáttagerðarmanns, sem hefur verið óþrjótandi við að opna augu almennings fyrir þeim auðæfum sem felast í náttúru landsins og mikilvægi þess að vernda hana og varðveita.
Nemendur og starfsmenn Grundaskóla hafa eflt græn spor í allri starfsemi skólans. Einnig leggur skólinn sífellt meiri áherslu á útikennslu en um slíkt er getið í kennsluskrá allra árganga. Við hvetjum allt skólasamfélagið að huga markvisst að umhverfisvernd enda hvílir framtíð lands og þjóðar á grænum skrefum.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is