Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Grundaskóla

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember,  samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Þann dag eru árlega veittar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslensks máls og efnt til margvíslegra menningarviðburða í skólum á öllum skólastigum. Í Grundaskóla var dagurinn haldinn hátíðlega og efnt til fjölmargra viðburða í öllum árgöngum. Unglingadeild skólans hélt t.a.m. hátíðlega skemmtun á sal skólans þar sem boðið var upp margvísleg skemmitatriði s.s. upplestur, hópsöng o.fl. Þessi dagur var sérlega vel heppnaður og er öllum þeim er stóðu fyrir sérstökum dagskrárliðum þakkað sitt framlag.