Danskir gestir í heimsókn hjá Borghildi

Mánudaginn 1. nóv. tók Borghildur á móti dönskum hjónum þeim Pernille Pind og Erik Bjerre. Þau eru stödd á Íslandi í 3 vikur og gerðu sér ferð upp á Akranes til að spjalla við Borghildi um skapandi stærðfræði og skoða Grundaskóla. Færðu henni eina af bókum Pernille Í leiðinni kíktu þau á tvær listsýningar, annars vegar Zentangle - teikniaðferð og hins vegar Sólmundarhöfði - Samtal menningar og náttúru . Á þessum sýningum á Borghildur verk tengd stærðfræði. Margflötunga og náttúrulegar mandölur.

Pernille er einn eftirsóttasti fyrirlesari og námskeiðshaldari fyrir stærðfræðikennara í Danmörku. Pind og Bjeere reka sitt eigið útgáfufyrirtæki þar sem þau gefa út bækur og námsefni tengt stærðfræðikennslu https://pindogbjerre.dk/

Það var því gaman og heiður fyrir Borghildi og okkur öll að fá þau í heimsókn