Í fjölmiðlum er helst fjallað um slagsmál og ofbeldi ungmenna en minna um allan þann hóp sem er til fyrirmyndar í alla staði. Þessi hópur var t.d. mættur á sal í morgun til að taka þátt í dansprufum fyrir nýja leiksýningu. Það má segja að "dansinn duni" í sal Grundaskóla þessa dagana undir öruggri leiðsögn Angelu Árnadóttur, dansstjóra.
Nú og næstu daga er unnið frá morgni til kvölds með söng og dansprufur. Grundaskóli er stór og lifandi vinnustaður. Margir úr fyrri kynslóðum eiga erfitt með að standa upp í fjölmenni en þessi ungmenni dansa og syngja fyrir framan skólafélaga og gesti alla daga.
Hér er sannkallaður mannauður á ferð fyrir okkar samfélag.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is