Við í 9.bekk tókum þátt í árlegu verkefni á vökudögum sem kallast Vetrarnætur. Auður Líndal sá um verkefnið með okkur ásamt kennurunum okkar. Vikunni áður fórum við á Byggðasafnið til þess að sjá hvernig safnið væri og hvernig þetta myndi vera. Svo á föstudeginum 1.nóvember byrjuðum við daginn á því að fara upp á byggðasafn til þess að ákveða á hvaða stöðum við myndum vera á og hvernig við ætluðum að hræða krakkana sem myndu koma seinna sama dag. Við fengum að velja hvar við vorum.
Þegar við vorum búin að skoða aðstæður á Byggðasafninu fóru flestir krakkarnir aftur upp í skóla að læra á meðan þeir sem voru eftir og hjálpuðu til að gera allt tilbúið fyrir kvöldið, svo fóru allir heim eftir það. Allir krakkarnir áttu svo að koma aftur upp í skóla í kringum 13:30 til 15.30 til þess að fá makeup. Við eyddum deginum saman og fórum svo aftur á safnið að hræða þá sem þangað komu. Um kvöldið sat ein okkar við píanóið og spilaði drungaleg lög. Aðrir voru víðsvegar um safnið, við bátinn, í stigum, uppi á gangi og í kringum bílinn.
Við enduðum daginn upp á Byggðasafni klukkan 21:30. Okkur fannst skemmtilegast þegar fólk var hrætt við okkur og öskruðu þegar þau sáu okkur. Okkur fannst við græða mikið á þessu verkefni, þetta var mjög skemmtilegt, fórum langt út fyrir þægindarammann og erum mjög glöð að hafa geti tekið þátt í þessu verkefni. Vonandi heldur þetta verkefni áfram.
- Árgangur 2010
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is