Eldvarnargetraun

Hann Sigurður Þór, eldvarnareftirlitsmaður, kom í dag með skemmtilegar fréttir. Einn úr okkar hópi hafði verið dreginn út í árlegri eldvarnargetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna. Getraunin er ætluð fyrir nemendur í 3. bekk. en í desember síðast liðnum komu þeir í heimsókn í 3. bekk og fengum fræðslu um eldvarnir. Í kjölfarið fengum við bæklinga til að fara með heim og getraunablað sem við áttum að svara og skila inn til kennara sem sendi síðan svörin áfram.

Það var síðan Sara Dís Aronsdóttir,  sem var svo heppin að vera dreginn út. Hún var að vonum glöð með vinninginn. Í vinning var viðurkenningarskjal og gjafabréf í spilavinum


Til hamingju Sara Dís