Síðustu fjóra daga hafa verið þemadagar í Grundaskóla og var unnið út frá ævintýrinu um Fríðu og dýrið. Krakkarnir unnu saman þvert á skólann þ.e. öllum aldursflokkum var blandað saman og skipt í hópa. Unnið var á fjórum svæðum þar sem hvert svæði fékk ákveðið umhverfi eða stað úr ævintýrinu til að vinna með.
Síðasta daginn var dagskrá á sal þar sem var sungið, haldið brúðkaup og dansað. Þessi vinna var góð tilbreyting frá hefðbundnu skólastarfi þar sem starfsfólk og eldri og yngri nemendur fengu tækifæri til að vinna saman í skapandi umhverfi.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is