Haldinn verður fundur með foreldrum/forráðamönnum í sal Grundaskóla fimmtudaginn 17. ágúst kl. 17:30. Þar verður farið yfir skipulagið í 1.bekk, þjónustu frístundar Grundasels og annað.
Kennarar í 1. bekk eru Lára Dóra Valdimarsdóttir, Lilja Sigríður Hjaltadóttir og Ásta Benediktsdóttir.
Sótt er um í frístundina Grundasel rafrænt inn á vef Akraneskaupstaðar. Umsóknareyðublað er undir þjónusta>frístundaheimili.
Þau sem eru í ágúst frístund fá upplýsingar sendar í júní.
Við vekjum athygli á því að skólinn útvegar öllum nemendum ritföng og námsgögn sem eru geymd í skólanum. Margir nemendur hafa samt valið að vera með eigið pennaveski.
Við hlökkum til samstarfsins og gleðilegt sumar.
Kær kveðja frá okkur í Grundaskóla
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is