Eflaust hefur einhver spurt sig hvaða væri í gangi þegar þeir horfðu í átt að Grundaskóla síðdegis á föstudag en þá voru himin háar stæður að salernis- og eldhúspappír við innkeyrsluna að skólanum. Hin fleygu orð „Er faraldur, Haraldur“ eiga kannski vel við. Nú eru 7. bekkingar að safna fyrir Reykjaskólaferð í vor og selja þennan pappír í fjáröflunarskyni. Við hvetjum alla til að styðja vel við unga sölumenn.
Það er aldrei að vita nema að næst selji menn bara spritt og sápur!
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is