Eru skóflurnar klárar?

Enn og aftur sendir Veðurstofa Íslands út veðurviðvörun og er gul viðvörun fyrir morgundaginn.

Við hvetjum allt okkar fólk til að vera viðbúið og fylgjast með veðurspá fyrir okkar svæði. Ef veðurspár ganga eftir má búast við hríðarbyl við skólabyrjun á morgun. Skólastarf verður samkvæmt stundatöflu í hverjum bekk en við hvetjum foreldra til að fylgja yngstu nemendum okkar milli heimilis og skóla.

Sjá nánar: https://www.vedur.is/vidvaranir