Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 tekið að fullu gildi.
Þessi lög varða öll börn og ungmenni á Íslandi frá 0 - 18 ára aldurs.
Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Til að tryggja sem best samþættingu þjónustu starfa þrír tengiliðir í Grundaskóla en starf þeirra felst m.a. í að tryggja samþættingu ferla og reyna að tryggja að mál falli ekki á milli í kerfinu.
Þeir veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu þjónustu á fyrsta stigi.
Tengiliðir Grundaskóla eru:
Valgerður Jóna Oddsdóttir 1. - .4. bekkur.
Ingibjörg Stefánsdóttir 5. - 7. bekkur
Berta Ellertsdóttir 8. - 10. bekkur.