Félagsmenn úr slysavarnardeildinni Líf heimsótti 3. bekk

Afrískt máltæki segir að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og á Akranesi erum við heppin að búa í samfélagi þar sem aðrir láta sig okkur varða. Við í Grundaskóla erum svo sannarlega ánægð með framtak Slysavarnardeildarinnar Lífar hér á Akranesi en þær hittu nemendur í 3. bekk í síðustu viku og fræddu börnin m.a. um öruggar hjólreiðar.  Einnig afhentu þær nemendum fínan einblöðung með góðum og gagnlegum upplýsingum og ráðum til að auka öryggi okkar við hjólreiðar.
Við þökkum kærlega fyrir heimsóknina.