3. MRJ fór að skoða Fjölbrautaskóla Vesturlands í dag, 18. október.
Við byrjuðum auðvitað á því að skoða eldhúsið, þar fengum við safa og kex, enda allir þyrstir og svangir eftir labbið í skólann. Við gengum um skólann og kíktum aðeins í eðlisfræðitíma hjá Finnboga. Hittum Thelmu (mömmu Þórkötlu) hún sýndi okkur Fab Labið. Við löbbuðum í gegnum rafiðnaðar-, tréiðnaðar- og málmiðnaðardeildirnar þar var svo margt að sjá. Allir tóku vel á móti okkur og allir stóðu sig vel í heimsókninni.
Takk fyrir okkur Guðrún (mamma Elínar) og Elsa ( mamma Adams).
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is