Ferð á Kvikmyndasafn Íslands

Í gær fór hópur nemenda í kvikmyndagerð á námskeiðsbraut í heimsókn á Kvikmyndasafn Íslands. 


Kvikmyndasafn Íslands sér meðal annars um að safna, skrásetja og varðveita íslenskar kvikmyndir.
Þeir Gunnar Tómas Kristófersson og Björn Þór Björnsson tóku á móti okkur og fengum við frábæra kynningu á starfsemi safnsins. 

Nemendur fengu að sjá skemmtilegt íslenskt myndefni, meðal annars frá Akranesi á árinu 1947 sem þeim þótti mjög áhugavert. Við lærðum um filmur og hvernig þær voru klipptar og hvernig eldri tökuvélar og sýningavélar virkuðu.  


Virkilega skemmtileg ferð með frábærum nemendum!