Í dag fóru nemendur og kennarar í 3. bekk í hressandi göngutúr á slökkvistöðina okkar hérna á Akranesi. Hópnum var boðið í heimsókn í tilefni af Eldvarnarvikunni sem var í lok nóvember. Þráinn slökkviliðsstjóri tók vel á móti hópnum ásamt einvala liði slökkviliðsmanna sem fræddu okkur um ýmislegt í tengslum við eldvarnir s.s. notkun reykskynjara, útgönguleiðir, slökkvitæki, eldvarnarteppi og fleira. Það sem nemendum þótti einna skemmtilegast var að fá að skoða alla bílana og tækin á slökkvistöðinni. Krakkarnir máttu prófa að fara inn í bílana og skoða allt hátt og lágt. Þetta var ótrúlega skemmtileg og vel heppnuð heimsókn.
Takk fyrir gott heimboð Slökkvilið Akraness.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is