Við hvetjum allt okkar fólk til að nota endurskinsmerki í umferðinni Í myrkri sjást óvarðir vegfarendur (gangandi, hjólandi) illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna nauðsynleg. Á fyrstu vikum skólaársins hefur tvívegis orðið óhapp í nágrenni skólans en sem betur fer urðu engin alvarleg slys. Gangbrautaverðir hafa verið kallaðir til starfa og sinna 9. bekkingar þessari mikilvægu leiðsögn við yngri nemendur. Mikilvægt er að bæði foreldrar og skólafólk leggist á eitt og reyni að tryggja sem mest umferðaröryggi. Endurskinsmerki gegna þar mikilvægu hlutverki.
Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau á eftirfarandi stöðum:
Fremst á ermum
Hangandi meðfram hliðum
Á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum
Þá virkar endurskin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr og betur sem ökumenn greina óvarða vegfarendur þeim mun minni líkur eru á að slys verði. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og því getur notkun endurskinsmerkja skilið milli lífs og dauða.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is