Í þemavinnunni dagana 16.-18. apríl er lögð áhersla á fjölbreytt nám, bæði félagslegt- og verklegt.
Hver hópur útbýr fána viðkomandi lands og hver nemandi teiknar hjarta og skrifar VINUR á viðkomandi tungumáli og allir læra sömu dansana.
Nemendum er skipt upp í um 28 nemenda hópa þar sem 1., 3., 5., 7. og 9. bekkur og svo hins vegar 2., 4., 6., 8. og 10. bekkur eru saman.
Fjölbreytt vinna hefur átt sér stað, t.d. foreldri frá Aruba kom og var með kynningu á landinu, Skakki turninn í Pisa búin til úr pappakössum, úkraínskar brauðbollur bakaðar og þjóðdansar dansaðir og margt fleira.
Þemavinnan endaði úti í skrúðgöngu og dansi milli kl. 10 og 11 fimmtudaginn 18. apríl
Grundaskóli er okkar
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is