Við reynum að kynna sem flestar íþróttagreinar fyrir nemendum okkar og hafa fjölbreytta og kröftuga tíma. Síðustu vikur höfum við verið að vinna í skólahreysti, frjálsum íþróttum, handbolta, þrek ásamt leikjum og stöðvum.
Sundkennslan gengur einnig mjög vel. Við höfum verið heppin með veður og hitinn verið mikill þannig ekki er kuldinn að trufla okkur. Það hefur hins vegar verið ansi vindasamt uppá síðskastið og hefur það aðeins haft áhrif á kennsluna hjá okkur. Nemendum finnst reyndar mjög gott að fá tíma í pottinum til að slaka á ef ekki er hægt að nýta sundlaugina sjálfa.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is