Það er gaman að geta boðið upp á listsýningu hannaða fyrir börn og ungmenni heim í hérað, en myndlistarsýningin Heima verður uppi í bókasafni Grundaskóla til að vinna með frá 3. janúar til og með miðvikudagsins 5. febrúar 2023.
List fyrir alla hefur styrkt verkefnið og greiðir fyrir flutninginn, en Listasafn Reykjavíkur lánar sýninguna og gefur þá fræðslu sem sýningunni fylgir.
Á sýningunni er ykkur boðið heim í stofu gleði og öryggis – þar sem listaverkin hanga á veggjunum; nemendum og kennurum er boðið að ganga inn og njóta myndlistar í hlýlegu og heimilislegu umhverfi, í sínum eigin skóla.
Markmið þessa fræðslupakka og flökkusýningarinnar er að veita kennurum innblástur og stuðning við kennslu.
Hægt er að tengja listaverkin við nám í sjónlistum en einnig nota sem námsvettvang í þverfaglegu námi og tengja inn í þau verkefni sem verið er að vinna hverju sinni. Auðvelt er að tengja þemað inn í mörg af hæfniviðmiðum Aðalnámskrár og einnig má tengja efni þessarar sýningar við réttindi barna sem fram koma í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is