Flosi Einarsson ráðinn aðstoðarskólastjóri

Flosi Einarsson, verkefnastjóri á unglingastigi hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri Grundaskóla frá með 1. ágúst næstkomandi. Fjórar umsóknir bárust um stöðuna. Flosi hefur starfað í Grundaskóla frá 1986 sem kennari, stigstjóri, verkefnastjóri og deilarstjóri á unglingastigi. Hann hefur setið lengi í skólastjórn skólans og verið virkur í ýmsu tónlistar- og þróunarstarfi. Flosi hefur lokið M.ed. prófi í kennslufræði og framhaldsnámi í kvikmyndatónlist.
Við óskum Flosa til hamingju með ráðninguna.