Formannskosningar hjá Nemendafélagi Grundaskóli (NFG)

Í dag fara fram formannskosningar hjá Nemendafélagi Grundaskóla. Alls eru sex frambjóðendur í boði að þessu sinni og allt stúlkur. Kosningabaráttan hefur verið hörð en málefnaleg og hafa frambjóðendur reynt að kynna öðrum nemendum helstu stefnumál fyrir komandi starfsár. Kjörstaðir eru opnir í dag og má reikna með að niðurstöður verði kynntar við upphaf skóla í fyrramálið.
Frambjóðendur til formanns stjórnar NFG 2016-2017 eru:
Amalía Sif Jessen
Katla Kristín Ófeigsdóttir
Rakel Rún Eyjólfsdóttir
Róberta Lilja Ísólfsdóttir
Sjöfn Sólveig Sigurbjörnsdóttir
Ylfa Claxton