Undanfarnar tvær vikur hafa nemendur á miðstigi verið í lestrarátaki í heimalestri. Það var samskonar átak í nóvember og var mikill metnaður fyrir því að gera betur.
Það er gaman að segja frá því að nemendur lásu í 91.212 mínútur á þessu tímabili. Frábær árangur og jókst heimalesturinn frá því í nóvember um 31.209 mínútur.
Nemendur fengu eina poppbaun fyrir hverja mínútu sem þeir lásu og það var því allsherjar poppveisla í skólanum sl. föstudag.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is