Um helgina fór TKÍ/KórÍs Landsmót barna- og unglingakóra fram hjá okkur í Grundaskóla. Um 250 kórkrakkar, stjórnendur og foreldrar áttu saman skemmtilega daga við söng og leik og óhætt að segja að bæði gestir og gestgjafar hafi farið heim með fangið fullt af góðri upplifun og minningum þegar móti lauk um miðjan dag á sunnudag. Mótinu lauk með tónleikum þar sem börnin sungu þau lög sem æfð voru á laugardeginum fyrir fullu húsi og gleðin skein úr hverjum andliti. Hér má sjá nokkrar myndir frá helginni en fleiri myndir og myndbönd frá tónleikunum koma síðar.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is