Í dag var öllum nemendum Grundaskóla boðið á fyrirlestur á sal skólans. Fyrirlesturinn var í boði samtakanna Heimili og skóli og SAFT, og er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi.
Í fyrirlestrinum var m.a. rætt um rafrænt einelti sem er ein af þeim hættum sem steðjar að börnum og ungmennum á netinu í dag. Skilningur á eðli þess og birtingarmyndum hefur aukist og umræða um skaðlega samskipti á netinu hefur verið áberandi í þjóðfélaginu. Upplýsingatækni samtímans gefur fólki óteljandi tækifæri til samskipta en um leið verkfæri sem geta valdið miklum skaða. Einelti er í auknum mæli að færast yfir á netið þar sem samfélagsmiðlar, skyndiskilaboð og spjallsvæði eru notuð til að gera lítið úr öðrum og til eru dæmi um að bloggsíður og prófílar á samskiptamiðlum hafi verið settar upp eingöngu til að niðurlægja ákveðinn einstakling. Einnig þekkist það að fólk noti snjallsíma til þess að áreita, stríða eða hræða aðra með óviðeigandi símtölum, textaskilaboðum eða myndum, hvort sem það stafar gáleysi eða einbeittum brotavilja.
Rafrænt einelti getur verið:
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is