Mánudaginn 13. mars er boðað til fundar í Tónbergi með foreldrum og forráðamönnum barna og ungmenna á Akranesi og er umræðuefnið kynfræðsla. Fundurinn og fræðslan er hluti af viku 6, kynfræðsluviku grunnskólanna og Þorpsins.
Fræðsluna annast kynfræðingurinn Sigga Dögg en hún er þaulreyndur fræðari sem setur unað, jafnrétti, húmor og jákvæðni í aðalhlutverk þegar kemur að kynlífi.
Fræðslan er ætlum öllum foreldrum og forsjáraðilum nemenda á unglingastigi og öðrum áhugasömum.
Fundurinn hefst sem fyrr segir í sal Tónlistaskólans, Tónbergi kl. 17:00.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is