Í gær fengu nemendur 9.bekkjar viðurkenninguna "Varðliðar umhverfisins." Viðurkenninguna veita Umhverfisráðuneytið, Landvernd og fleiri aðilar.
Viðurkenninguna hlutu nemendur Grundaskóla fyrir umhverfisverkefni sem þau unnu í haust. Yfirskrift verkefnisins var - Hafðu áhrif.
Í þessu verkefni áttu nemendur að hafa áhrif á samfélagið og vekja aðra til umhugsunar um umhverfismál. Verkefnin voru mjög fjölbreytt. Saumaðir voru innkaupa og ávaxtapokar sem seldir voru á Malaví markaðnum. Nemendur fóru í heimsókn til yngri bekkja og ræddu við þau um mikilvægi flokkunnar og fylgdu því svo eftir með nokkrum heimsóknum. Sendu bréf til bæjarstjórans og óskuðu eftir því að það væru settar flokkunartunnur í skógræktina. Einnig voru mörg önnur flott og skapandi verkefni unnin.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá hátíðarathöfn í Hannesarholti í dag.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is