Krakkarnir í 3. bekk hafa í nægu að snúast þessa dagana. Þeir eru á fullu að læra um heimahaga sína, Akranes og er fjölbreytt vinna í gangi í tengslum við það verkefni. Í vikunni fóru þeir meðal annars í gönguferð þar sem ,,farið var“ á slóðir Bresabræðra. Minnisvarðar voru skoðaðir og umræður teknar um götuheiti og ýmis örnefni.
Samhliða þessari vinnu hafa krakkarnir verið í jafningjafræðslu hjá 9.bekk og notið þess mikið, spennandi að fá unglinga til að kenna sér og fara í leiki. Skemmtilegt verkefni sem nú er lokið og þökkum við 9.bekk kærlega fyrir samstarfið.
Síðast en ekki síst höfum við verið að útbúa varning fyrir markaðinn ,,Breytum krónum í gull“. Verðugt verkefni sem kennir okkur öllum gildi þess að sælla er að gefa en þyggja.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is