Fréttir af 1. bekk í desember

Það er búið að vera nóg að gera hjá 1. bekk í desember.

Við fórum gangandi í skógræktina í myrkrinu með vasaljós

Drukkum nesti inn í skóginum, lásum söguna um Greppikló og lékum okkur með greppiklóargrímurnar.

Frábær aðventuferð í skógræktina.