Í frostinu um daginn skellti 3. bekkur sér út í tilraunir.
Fylgst var með sápukúlum verða að íssápukúlum og með hreyfingum sameinda inní þeim verða að frostrósum. Frostið var ekki alveg nógu mikið, þarf helst að vera -10°c, og þurftu nemendur oft að sýna mikla þolinmæði og uppskáru eftir því. Það vakti mikinn áhuga og spennu að fylgjast með sápukúlunum og grandskoða þær með stækkunargleri, eins og sjá má á myndunum. Nemendur skrifuðu svo upp uppskriftina, svo endilega að prófa í næsta frostkasti. Nokkrir prófuðu að mála í snjóinn.
Einnig var gerð tilraun með að fylla blöðrur af vatni og grafa undir snjóinn og aðra ofaná snjóinn. Hvor var fljótari að frjósa?
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is