Fréttir frá 7.bekk

Samfélagslögreglan.

Á föstudag kom Garðar Axelsson samfélagslögregla í heimsókn til okkar í 7. bekk.
Hann fræddi krakkana um hvað bæri að varast á netmiðlunum s.s. að ræða ekki við ókunnuga og senda ekki óviðeigandi myndefni eða skilaboð. Hann hvatti krakkana til að hafa samband við fullorðna ef þeir fengju send óviðeigandi skilaboð eða vinabeiðnir og benti þeim á að ýmislegt af þessu væri lögbrot gagnvart þeim.
Einnig ræddi hann um mikilvægi þess að foreldrar fylgdust reglulega með netnotkun barna sinna og benti krökkunum á vefsíður þar sem hægt er að leita sér aðstoðar s.s. sjúkt spjall, 112  og 1717.

Ferð á Mikkahól.

Í byrjun vikunnar var mikill snjór og æðislegt veður og nýtti 7. bekkur tækifærið og fór á Mikkahól að renna sér.
Einhverjir fóru líka í skógræktina og renndu sér á skautum á skautasvellinu.
Krakkarnir skemmtu sér mjög vel og nutu útiverunnar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.