Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur í 2. bekk undanfarnar vikur. Vinna við Stóru bókina er komin á fullt, allir búnir að teikna húsið sitt, herbergið sitt, búa til hugtakakort, krossorðaglímu og margt fleira. Í hverri viku erum við með sprotatíma þar sem hver og einn fær að njóta sín á sínum hraða.
Við erum með fasta tíma í ritun og skrift þar sem við vinnum ýmis verkefni t.d með forskriftaræfingar, hefðbundar skriftarbækur, vinnubækur og önnur fjölbreytt verkefni.
Bókaormurinn okkar stækkar og stækkar, hann varð til í byrjun nóvember og eftir hverja bók sem börnin klára þá skrifa þau nafnið á bókinni á miða, klippa hann út og bæta honum í orminn.
Það var líf og fjör hjá okkur á Hrekkjavökunni og afmælisveislan vakti mikla lukku enda dýrindiskræsingar í boði.
Útikennslan er fyrst og fremst góð viðbót við hið hefðbundna skólastarf. Í október höfum við skipt hópnum einu sinni í viku og farið með helming í útikennslu og hinn helmingurinn verið í verkefnum í skólanum. Við höfum einnig verið með verkefni á skólalóðinni og í nágrenni skólans.
Dagur eineltisins var 8. nóvember og tók 2. bekkur virkan þátt í viðburðum tengdum deginum. Við horfðum einnig á myndband um einelti og ræddum um hvernig við getum komið í veg fyrir að slíkt gerist í okkar skóla.
Einelti á ekki að vera til.
Á hverju ári taka allir nemendur Grundaskóla þátt í verkefninu "Breytum krónum í gull". Í ár gerðu nemendur í 2. bekk ljósker úr krukkum og laufblöðum sem þau týndu í skógræktinni og perluðu jólamyndir og bjuggu til jólagjafamiða. Skemmtileg vinna með duglegum krökkum.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is