Fréttir úr 2.bekk

Hugarfrelsi í skógræktinni

 

Hugarfrelsi er byggt á aðferðafræði jákvæðrar sálfræði og núvitundar.
Við notum Hugarfrelsi til að æfa mismunandi öndunaraðferðir, virkja skynfærin okkar og til að ná innri ró. Við hlustum eftir hljóðum, finnum lykt og upplifum náttúruna. Nemendurnir skiptast síðan á að segja frá sinni upplifun.