Í einum af mörgum tímum list og verkgreina er tími sem heitir Útikennsla.
Við höfum notið þess að geta verið á Langasandinum í blíðunni, þar sem við höfum verið að skoða, kanna, búa til listaverk úr því sem við finnum í fjörunni.
Við höfum líka skoðað lífríkið á Langasandi.
Tekið með okkur stækkunargler og skoðað lífverurnar.
Skemmtilegir tímar þar sem börnin fá að njóta útverunnar, leika frjálst, rannsaka og uppgötva.
Akranesþema er í fullum gangi hjá okkur.
Við erum búin að vera að læra um fjallið okkar fallega Akrafjall. Við höfum lært um örnefni s.s Háihnúkur, Guðfinnuþúfa, Berjardalur, Geirmundatindur.
Við máluðum mynd af fjallinu og settum inn örnefnin á réttan stað. Einnig erum við að vinna með lífríkið á Langasandi.
Fórum við í vettvangsferð á sandinn og kynntum okkur hvernig hann væri í laginu, hversu stór hann væri, hvað væri í kringum hann.
Þegar við komum í skólann fórum við að vinna með þessar upplýsingar.
Svo í framhaldi af þessari vinnu þá ætlum við að búa til sameiginlegt verkefni um lífríki á Langasandi, þar sem við munum hengja upp afraksturinn sem verður allt frá því að teikna myndir af fuglum, lífverum sem finnast á sandinum og skrifa um það og allt annað sem okkur dettur í hug. Við látum hugmyndaflugið njóta sín.
Jól í skókassa
Við í 3.bekk í samstarfi við foreldrafulltrúa árgangsins ákváðum að gera góð verk og taka þátt í verkefninu Jól í skókassa.
Börnin mættu með foreldrum sínum og bjuggu til saman kassa til þess að senda út til barna í Úkraínu.
Mjög góð mæting var á viðburðinn og náðum við saman að gera um 60 jólapakka.
Við fórum svo í vettvangsferð í Vinarminni til að skila jólapökkunum.
Afmælishátíð og hrekkjavaka
Sameiginlega afmælishátíðin var haldin á hrekkjarvökudeginum .
Mikið stuð og mikið gaman. Alltaf gaman að vera með smá uppbrot í kennslunni.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is